
Lúxus Húðslípun er einstök og áhrifarík meðferð sem veitir húðinni allt í senn slípun, hreinsun, raka og næringu. Einnig er hún notuð í þeim tilgangi að undirbúa húðina fyrir lasermeðferðir og auka árangur þeirra. Meðferðin flýtir endurnýjunarferli húðarinnar og skilar sér þar með í mýkri og sléttari húð og grynnri hrukkum og línum. Hún jafnar auk þess húðlit og áferð húðar, hreinsar hana af óhreinindum og minnkar ásýnd svitahola.
- Gefur húðinni raka og næringu
- Eykur árangur lasermeðferða
- Jafnar húðlit og áferð húðar
- Hreinsar óhreina húð
- Minnkar ásýnd svitahola