
ATH! Ef keypt eru gjafabréf eða meðferðir fyrir aðra en greiðanda, skal vinsamlegast taka það fram við greiðslu.
Jafnari áferð og frísklegri ásýnd
Eðalpakkinn hentar öllum sem vilja fríska upp á húðina sína. Pakkinn inniheldur:
Húðslípun andlit & háls
C-Routine Cream
Fyrir hvern er pakkinn?
Meðferðapakkinn hentar öllum aldri og húðgerðum, þó sérstaklega þeim sem komnir eru yfir þrítugt. Hálsinn er nefnilega eitt af þeim svæðum sem margir gleyma að sinna þegar fyrstu merki öldrunar fara að koma í ljós, en mikilvægt er að byrja strax að huga að honum upp úr þrítugu.
Húðslípun er ein allra vinsælasta meðferð Húðfegrunar og sækja viðskiptavinir á öllum aldri í hana. Hún fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðar á sama tíma og hún örvar vöxt nýrra frumna og bandvefs í undirlagi húðarinnar. Húðin fær frísklegra yfirbragð og aukinn ljóma en meðferðin vinnur einnig vel á yfirborði húðarinnar, hjálpar henni að hreinsa sig, gefur henni fallega áferð og dregur úr ásýnd opinna svitaholna.
Húðslípun gerir það jafnframt að verkum að húðin verður móttækilegri fyrir virkum efnum ýmissa húðvara og vilji maður ná sem mestu út úr meðferðinni er lykilatriði að bera á sig gott krem í framhaldinu.
C-Routine rakakremið er sérlega andoxandi C-vítamínsprengja sem örvar kollagenframleiðslu húðarinnar og jafnar húðlit.
Verð:
Eðalpakkinn inniheldur vörur og þjónustu að andvirði 29.980 kr.
Verð m. 20% afslætti: 23.984 kr.
Þú sparar 5.996kr.