Sagan okkar
Húðfegrun er hátæknifyrirtæki á heilbrigðissviði sem hefur verið starfrækt frá árinu 2000. Stofnandi Húðfegrunar er Díana Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem stýrir meðferðum og mannauðsmálum. Bryndís Alma Gunnarsdóttir hagfræðingur gekk til liðs við Húðfegrun árið 2014 og sér um daglegan rekstur ásamt því að stýra faglegri þróun.
Húðfegrun býður heildrænar húðmeðferðir fyrir andlit og líkama, með það að markmiði að bæta heilsu húðarinnar á náttúrulegan hátt. Meðferðaraðilar Húðfegrunar eru menntaðir hjúkrunarfræðingar sem hafa hlotið sérþjálfun í notkun lasertækni og annars konar hátækni til að leysa ýmsan húðvanda. Húðfegrun býður bestu fáanleg tæki hverju sinni og starfsfólkið hlýtur stöðuga þjálfun og tileinkar sér nýjungar.