Áfram í upplýsingar um vöru
1 Á 4

Erbium YAG Laser

Erbium YAG Laser

Verð 99.990 kr.
Verð Verð með afslætti 99.990 kr.
Afsláttur Uppselt
Title

Erbium YAG Laser er ein öflugasta meðferð á markaðnum í dag til að fá fallegri áferð á ysta lag húðarinnar og til að draga úr djúpum og grunnum línum. 

Það sem gerir meðferðina einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðar djúpt niður í undarlag hennar á sama tíma og ysta lag húðar er endurnýjað með pixel ER:YAG 2940 tækni.

Hvað gerir meðferðin?
- Mildar bóluör og húðslit
- Dregur úr ásýnd grófra svitahola
- Vinnur á hrukkum og fínum línum
- Vinnur á litabreytingum (Melasma, sólarskemmdum, öldrunarblettum og ör eftir bólur)
- Jafnar húðtón
- Gefur húðinni unglegra og bjartara yfirbragð
- Gefur andlitinu lyftingu með náttúrulegum hætti
- Þéttir og stinnir húð
- Skerpir á andlitsdráttum

Árangur meðferðar:
Árangurinn Erbium YAG Laser á ysta lagi húðar kemur strax í ljós þrem til sjö dögum eftir meðferð eða um leið og húðin hefur jafnað sig að fullu eftir meðferð. Myndun nýs kollagens heldur áfram að koma fram í allt að 6 mánuði eftir meðferð. 

Fjöldi meðferða: Það fer eftir ástandi húðar og markmiði með meðferð en til þess að ná hámarksárangri er mælt með að taka 2-4 skipti. Framkvæma má meðferð með 4 vikna millibili.

Sjá nánari upplýsingar