
ATH! Ef keypt eru gjafabréf eða meðferðir fyrir aðra en greiðanda, skal vinsamlegast taka það fram við greiðslu.
Hreinsun, raki og ljómi.
Brúðkaupspakkinn/Dekurpakkinn er fyrir alla þá sem elska alhliða húðdekur þar sem hreinsun, raki og ljómi er í fyrirrúmi.
Pakkinn innheldur:
2 x Húðslípun á andliti
2 x Lúxus Húðslípun á andliti
1 x Hollywood Glow á andliti & háls
Fyrir hvern er pakkinn?
Meðferðapakkinn hentar öllum sem vilja dekra vel við húðina og gefa henni raka, ljóma og jafnari áferð.
Húðslípun er meðferð sem hentar öllum aldri og húðgerðum, þá sem vilja huga vel að húðinni og skarta heilbrigðri og fallegri húð. Húðslípun fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðar og gerir hana móttækilegri fyrir virkum efnum í húðvörum sem bornar eru á andlitið. Hún gefur húðinni frísklegt yfirbragð, hjálpar henni að hreinsa sig og minnkar ásýnd opinna svitaholna.
Lúxus Húðslípun er þríþætt húðmeðferð sem felur í sér slípun og hreinsun, samhliða notkun AHA sýra, BHA sýra og andoxandi og kollagenríks serums. Meðferðin flýtir endurnýjunarferli húðarinnar og skilar sér þar með í mýkri og sléttari húð og grynnri hrukkum og línum. Hún jafnar auk þess húðlit og áferð húðar og minnkar ásýnd svitahola.
Hollywood Glow meðferð fríska upp á húðina og gefa henni bjarta og ljómandi ásýnd. Hollywood Glow er framkvæmd með nær-innrauðu ljósi sem hitar húðina á þægilegan máta, örvar kollagenframleiðslu, gerir hana þéttari og gefur henni samstundis aukinn ljóma. Meðferðin er því sérlega vinsæl fyrir stór tilefni.
Verð:
Lúxuspakkinn inniheldur vörur og þjónustu að andvirði 100.950 kr.
Verð m. 20% afslætti: 80.760 kr.
Þú sparar 20.190 kr.