Augnlyfting
Augnlyfting
Augnlyfting er öflugasta augnlokalyftingin á markaðnum í dag án skurðaðgerðar. Meðferðin var fyrst og fremst þróuð til þess að lyfta augnlokum sem farin eru að síga en er hún ein sú öflugasta meðferð sem Húðfegrun býður uppá til þess að þétta húð undir augum og milda hrukkur og línur á svæðinu með náttúrulegum hætti.
Augnlyfting:
- Lyftir Augnlokum sem farin eru að síga með náttúrulegum hætti
- Þéttir slappa húð og augnpoka undir augum
- Mildar hrukkur og línur á augnsvæðinu
- Birtir uppá augnsvæðið
- Sléttir og mýkir húð á augnvæðinu
Fjöldi meðferða: Fjöldi meðferða fer eftir markmiði með meðferð en eftir hverja meðferð næst árángur. Ef húð er rétt að byrja slappast eða um fínar línur að ræða má áætla að framkvæma þurfi meðferð í 1-2 skipti til að ná sem bestum árangri en ef húð er orðin verulega slöpp og hrukkur djúpar er mælt er með um 3-4 skipti.
Framkvæma má meðferð með 6-8 vikna millibili, eftir því hversu djúpt er unnið niður í undirlag húðarinnar.
15% afsláttur er gefin af 4 meðferðum.