Demantspakkinn
Demantspakkinn
Endurnýjun, ljómi og langtímaárangur
Demantspakkinn er fyrir vandláta sem vilja gera sérlega vel við húðina sína og er einnig vinsælasta meðferðartvenna Húðfegrunar.
Pakkinn inniheldur:
Laserlyfting allt andlit
Hollywood Glow andlit & háls
Fyrir hvern er pakkinn?
Meðferðapakkinn er ætlaður þeim sem vilja dekra við húðina og sameina langtíma- og skammtímaárangur.
Laserlyfting er öflugasta meðferð Húðfegrunar þegar kemur að því að vinna til baka öldrun húðarinnar, en hentar einnig vel sem forvörn fyrir þá sem ekki eru enn farnir að sjá öldrunarmerki á húðinni. Meðferðin örvar framleiðslu kollagens og elastínþráða djúpt í undirlagi húðarinnar sem gerir það að verkum að húðin þéttist og stinnist, ásýnd hennar verður fallegri og hrukkur mýkjast. Árangurinn er til langs tíma en er þó að koma fram hægt og rólega í nokkra mánuði eftir meðferð.
Hollywood Glow er framkvæmd með nær-innrauðu ljósi (NIR infrared light) sem hækkar hitastig húðar sem verkum að nýtt kollagen myndast, elastín þræðir styrkjast, trefjar í húðinni draga sig saman og húðin þéttist og styrkist ásamt því að gefa húðinni samstundis aukin ljóma
Með þessum tveim meðferðum er verið að sameina langtíma- og skammtímaáhrif ásamt því að skila heilstæðum árangri og hámarka árangur meðferða.
Verð:
Demantspakkinn inniheldur þjónustu að andvirði 124.980 kr.
Verð m. 30% afslætti: 87.486 kr.
Þú sparar 37.494 kr.


