Vinsælustu vörurnar okkar

Rebalancing Cream Rich
Krem ætlað til notkunar á andliti og hálsi sem hefur róandi áhrif á húðina, gefur henni raka og hjálpar henni að endurnýja sig, auk þess að gefa henni mýkri áferð, hægja á öldrunarferli hennar og koma jafnvægi á hana.

Contour Eye Serum
Augnserum sem gerir augnsvæðið bjartara, mildar bauga og hrukkur í kringum augun og minnkar þrota á augnsvæðinu. Serumið kemur í 15 ml umbúðum og hentar öllum húðgerðum. Það má nota daglega, á morgnana og/eða kvöldin.

Gelísprautun
Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum Neauvia Organic. Neauvia er hreint kristalsgel sem inniheldur fjölsykrusýrur sem er að finna í öllum vefjum líkamans.

Augnlyfting
Augnlyfting er ný, byltingarkennd meðferð á Íslandi og er Húðfegrun fyrsta og eina stofan á landinu sem býður upp á þessa frábæru tækni. Augnlyfting er húðmeðferð sniðin til að lyfta augnlokum sem farin eru að síga. Meðferðina má einnig framkvæma til að þétta slappa húð undir augum og grynnka hrukkur og fínar línur á augnsvæði.