Dermapen
Dermapen
Dermapen (e. microneedling) meðferð er byltingarkennd húðmeðferð sem eingöngu er hægt að framkvæma á stofu.
Dermapen meðferðin sem Húðfegrun býður upp á er sú öflugasta sem býðst á Íslandi. Um er að ræða nýjustu tækni á sviði húðmeðferða án skurðaðgerða.
Dermapen er meðferð sem vinnur á undirlagi húðarinnar, og örvar þar framleiðslu kollagens og elastínþráða. Strax eftir meðferð hefst kollagenuppbygging húðarinnar og er einstaklingurinn að sjá meiri árangur með hverjum degi frá meðferð. Meðferðin þéttir og styrkir húðina og gefur henni fallegan blæ, auk þess að grynnka hrukkur og fínar línur.
- Örvar kollagenframleiðslu húðar
- Dregur úr línum og hrukkum
- Vinnur á húðsliti og örum
- Vinnur burt ör eftir bólur
Fjöldi meðferða:
Mælt er með að teknar séu 4-6 meðferðir til að ná sem bestum árangri. Framkvæma má meðferð með 2-6 vikna millibili, eftir því hversu djúpt niður í undirlag húðarinnar er unnið með nálunum.