Ávaxtasýrumeðferð er örugg og áhrifarík meðferð sem bætir áferð húðarinnar, þéttir hana og styrkir og jafnar húðtón. Einnig dregur hún úr hrukkum og fínum línum, nærir húðina og gefur henni bjartara yfirbragð.
Hægt er að aðlaga meðferðina að mismunandi þörfum og húðvandamálum eftir því hver tilgangur meðferðarinnar er. Til að mynda er hægt að vinna til baka og hægja á öldrun húðar, dragar úr fínum línum og hrukkum, vinna á litabreytingum, bólum og of mikilli olíuframleiðslu húðar.
Ávaxtasýrumeðferð má aðlaga að óhreinni og/eða bólóttri húð. Notaðar eru sýrur og virk innihaldsefni sem losa dauðar húðfrumur af efsta lagi húðar og örva endurnýjunarferli hennar, brjóta niður óhreinindi í svitaholum, koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar, hafa bakteríudrepandi áhrif og draga úr ásýnd bóla og grófra svitahola, auk þess að hafa róandi og bólgueyðandi áhrif á húðina.
Einnig er meðferðin að næra og fríska upp á þurra og líflausa húð. Í lok meðferðar er borinn á nærandi maski sem róar húðina eftir meðferð.
- Bætir áferð húðar og jafnar húðlit
- Þéttir og styrkir húð sem farin er að eldast
- Losar dauðar húðfrumur af yfirborði húðar
- Dregur úr hrukkum og fínum línum
- Nærir húðina og gefur henni bjartara yfirbragð
Fjöldi meðferða: Stök meðferð frískar upp á húðina og örvar starfsemi hennar en til að ná sem bestum árangri er mælt með því að teknar séu 4-6 meðferðir með 10-14 daga millibili, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð.