
ATH! Ef keypt eru gjafabréf eða meðferðir fyrir aðra en greiðanda, skal vinsamlegast taka það fram við greiðslu.
Lasermeðferð er byltingarkennd meðferð til að vinna burt tattoo og litabreytingar í húð eftir tattoo. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasergeislinn nemur litinn í tattooinu og eykur hita í litabreytingu húðar nógu mikið til að brjóta hann niður án þess að skaða húð eða nærliggjandi vefi. Í kjölfarið dofnar tattooið og/eða litabreyting húðar smám saman.
Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 6-10 skipti til að ná góðum árangri. Það er þó breytilegt eftir stærð tattoos, staðsetningu þess, lit sem notaður var í tattoo, og dýpt á lit niður í undirlag húðar. Mælt er með að 4-8 vikur líði á milli meðferða, fer eftir stærð tattoos.