Áfram í upplýsingar um vöru
1 Á 6

Fitueyðing - Fituleysandi efni

Fitueyðing - Fituleysandi efni

Verð 39.990 kr.
Verð Verð með afslætti 39.990 kr.
Afsláttur Uppselt
Fjöldi

Sprautumeðferð með fituleysandi efni inniheldur deoxycholic sýru en er það er sýra sem líkaminn þekkir vel þar sem hún er framleidd náttúrulega af bakteríum í þörmunum í þeim tilgangi að hjálpa til við niðurbrot fitu. 

Meðferðin er framkvæmd af Hjúkrunarfræðingum Húðfegrunar með þeim hætti að fituleysandi efni er sprautað inn í fitulag á meðferðarsvæði. Deoxycholic sýran brýtur sig niður frumuveggi fitufrumnanna og eyðist fitan sem er til staðar í fitufrumunum hægt og rólega úr líkamanum í gegnum sogæðakerfið. 

Fitueyðing með fituleysandi efni er frábær lausn fyrir þá sem vilja losna við fitu á erfiðum og afmörkuðum svæðum án þess að fara í skurðaðgerð. Meðferðin hentar því sérlega vel þeim sem lifa heilbrigðu lífi eða eru að taka sig á í mataræði og hreyfingu en finnst vanta herslumun á erfiðum svæðum.

Fjöldi meðferða: Áætla má að framkvæma þurfi meðferð í 2-6 skipti til að ná sem bestum árangri, breytilegt er eftir meðferðarsvæði og líkamlegu ástandi hversu margar meðferðir og sprautur þarf. Lágmark þarf að líða 6-8 vikur á milli meðferða en fer það eftir meðferðasvæði.

ein sprauta inniheldur 10ml af efni og er almennt að duga á 10x10 cm svæði en hægt er að nota allt að 6 sprautur í sömu meðferð.

Sjá nánari upplýsingar