Áfram í upplýsingar um vöru
1 Á 5

Hyaluronic Acid Booster

Hyaluronic Acid Booster

Verð 49.990 kr.
Verð 0 kr. Verð með afslætti 49.990 kr.
Afsláttur Uppselt
Hydro Deluxe

Hyaluronic Acid Booster er mesotherapy meðferð framkvæmd af hjúkrunarfræðingum Húðfegrunar þar sem þunnfljótandi náttúrulegu fjölsykrugelinu Hydro Deluxe frá Neauvia Organic er sprautað grunnt í húð á meðferðferðarsvæði. 

Með aldrinum hægir hægir smám saman á framleiðslu náttúrulegra fjölsykra, sem gefa húðinni raka og fyllingu sem og framleiðslu kollagens og elastíns sem gefur húðinni aukinn þéttleika og teygjanleika. Húðin fer því að slappast og fínar línur og hrukkur byrja að myndast. 

Hydro Deluxe inniheldur náttúrulegar fjölsykrur sem og ákveðna samsetningu amínósýra, sem eru aðal innihaldsefni kollagens en það sem gerir Hudro Deluxe svo sérstakt er náttúrulega steinefnið calcium hydroxiapatite (CaHA) sem örvar framleiðslu kollagens, elastíns og náttúrulegra fjölsykra í líkamanum. Þessi einstaka efnasamsetning viðheldur og stuðlar að heilbrigðari, þéttari og stinnari húð og grynnkar hrukkur og fínar línur.

Þar sem efnið er þunnfljótandi hentar það þunnri og viðkvæmri húðinni á augnsvæðinu vel. Rakinn og næringarefnin gefa augnsvæðinu ferskara, líflegra og bjartara yfirbragð og aukin fylling dregur úr ásýnd bauga og þreytumerkja.

Fjöldi meðferða:  Góður árangur næst eftir staka meðferð en til þess að ná hámarksárangri er mælt með 2-4 meðferðum með 2-4 vikna millibili. Til að viðhalda árangrinum er mælt með Hyaluronic Booster meðferð á 6-12 mánaða fresti.

Sjá nánari upplýsingar