Gelísprautun
Gelísprautun
ATH! Ef keypt eru gjafabréf eða meðferðir fyrir aðra en greiðanda, skal vinsamlegast taka það fram við greiðslu.
Gelísprautun er ein vinsælasta meðferð Húðfegrunar og er framkvæmd af sérhæfðum hjúkrunarfræðingum með fylliefni frá Neauvia Organic – einu náttúrulegasta fylliefni á markaðnum í dag.
Gelísprautun er hin fullkomna lausn til þess að fylla í hrukkur og línur, endurheimta fyllingu sem tapast með aldrinum og skerpa á andlitsdráttum, á öruggan og skilvirkan hátt. Meðferðin er meðal annars notuð til að fylla í varir, milda hrukkur og fínar línur, móta kinnbein og kjálkalínu sem og til að jafna hlutföll á svæðum eins og nefi og höku.
Hægt að framkvæma Gelísprautun á flestum svæðum andlitsins. Meðferðin skilar skjótum og áberandi árangri og sjást fyrstu breytingar strax að meðferð lokinni. Endanlegur árangur kemur þó fram á næstu 7–14 dögum eftir að fylliefnið hefur aðlagast vefnum.

Gelísprautun
Árangur og eftirfylgni
Árangur Gelísprautunar er sýnilegur strax eftir meðferð en þróast áfram næstu daga. Lítil bólga eða roði getur komið fram tímabundið en gengur yfir á skömmum tíma.
Lengd árangurs fer eftir meðferðarsvæði, magni fylliefnis og einstaklingsbundnum þáttum en almennt varir árangur í frá 6 mánuðum og upp í nokkur ár. Regluleg eftirfylgni tryggir jafnan og náttúrulegan árangur til lengri tíma.
Gelísprautun
Nánari upplýsingar um Gelísprautun
Á heimasíðu okkar finnur þú ítarlegar upplýsingar um Gelísprautun. Þar geturðu kynnt þér meðferðina nánar, lesið um helstu ávinninga hennar og bókað tíma hjá sérfræðingum Húðfegrunar.