RF Peeling
RF Peeling
RF Peeling er glæsileg nýjung við okkar fjölbreytta meðferða úrval.
Meðferðin er sérstaklega sniðin til þess að þétta og endurnýja ystalag húðar með splunku nýrri og öflugri tækni frá Alma Lasers. Það sem gerir meðferðina svo einstaka er hversu öflug hún er, skilar öruggum og góðum árangri og hversu hratt húðin er að jafna sig eftir meðferðina.
Framkvæmd meðferða: Örplasma neistum (e. microplasma) er beitt á ysta yfirborð húðar með RF tækni (e.radio frequenqy) en byggir hún á orku frá útvarpsbylgjum sem örva kollagen og elastín framleiðslu í undirlagi húðar með náttúrulegum hætti. Plasma neistarnir skadda ysta yfirborð húðar án þess þó að valda varanlegum skemmdum og koma þannig endurnýjunarferli húðar af stað og örva hana til að mynda nýtta kollagen sem skilar sér í þéttri, unglegri og meira ljómandi húð.
Meðferðin vinnur á öldrunareinkennum, litabreytingum, fínum línum og hrukkkum sem og vinnur og grunnum örum og slitum í húð. Hægt er að aðlaga meðferðina að hverjum og einum þar sem hún býður uppá mismunandi styrkleika og skilar hún öruggum, góðum árangri og húðin einstaklega fljót að jafna sig.
Fjöldi meðferða: Eftir staka meðferð má sjá góðan árangur en mælt er með að taka 2-4 meðferðir til þess að ná sem bestum árangri.
RF Peeling:
- Endurnýjar ysta lag húðar með öflugri RF tækni
- Þéttir og sléttir húð
- Vinnur á fínum línum og hrukkum
- vinnur á grunnum örum, slitum, þéttir svitaholur og aðrar ójöfnur á húð
- Vinnur á litabreytingum og jafnar húðtón
- Gefur húðinni fallegan ljóma og fríklegt yfirbragð