
ATH! Ef keypt eru gjafabréf eða meðferðir fyrir aðra en greiðanda, skal vinsamlegast taka það fram við greiðslu.
Lyfting og ljómi
Augnpakkinn er sérstaklega hannaður fyrir þá sem vilja fríska vel upp á augnsvæðið og draga úr þreytueinkennum og þrota. Pakkinn inniheldur:
Laserlyfting augnsvæði
Eye Fusion cream
Fyrir hvern er pakkinn?
Meðferðapakki sem hentar sérlega vel þeim sem vilja fríska upp á augnsvæðið í skammdeginu. Hann er einnig frábær fyrir þá sem eru að byrja að sjá fyrstu merki öldrunar, en þau má einmitt oft fyrst greina á augnsvæðinu þar sem húðin er þunn og viðkvæm.
Laserlyfting er öflugasta meðferð Húðfegrunar þegar kemur að því að vinna á baugum, vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæðinu, en hún þéttir einnig húðina og grynnkar hrukkur. Meðferðin er sársaukalaus og án nokkurra aukaverkana.
Contour Eye Serum er svo augnserum sem hentar öllum húðgerðum og er frábært fyrir þreytta húð sem þarfnast aukins ljóma. Það gerir augnsvæðið bjartara, lyftir húðinni og mildar hrukkur.
Augnpakkinn inniheldur vörur og þjónustu að andvirði 50.980 kr.
Verð m. 20% afslætti: 40.784 kr.
Þú sparar 10.196 kr.